CABAS Heavy Verkstad
CABAS Heavy Verkstad er kerfi fyrir þá sem þurfa að gera áætlanir um tjónaviðgerðir á stærri ökutækjum.
Allt sem þú þarft í einu og sama kerfinu
Í CABAS er auðvelt að sjá hvaða varahluti og aðgerðir þarf fyrir hverja viðgerð. Þannig má sjá heildarkostnað við viðgerðina og öll gögn sem bæði verkstæðið og tryggingafélagið þurfa á að halda í einu og sama kerfinu.
Kostir og möguleikar CABAS Heavy Verkstad eru margir:
- Útreikningur á tjónaviðgerðum á stærri ökutækjum: flutningabifreiðum, rútum, eftirvögnum og dráttarvélum
- Haldið utan um myndir með því að vista þær með útreikningum
- Hægt að senda útreikninga með myndum beint til tryggingafélagsins
- Einföld umsjón og yfirsýn yfir alla útreikninga, bæði yfirstandandi og lokna
- Hægt að vista viðgerðir og byggja upp eigin gagnagrunn
- Haldið utan um öll samskipti við tryggingafélög í uppfærðum útreikningi
- Samþætting við rekstrarhugbúnaðinn Automaster þar sem varahlutir og verð eru flutt beint inn í útreikninginn
- Tenging við samgönguyfirvöld í gegnum Bilvision eða Infotorg
CABAS Heavy Verkstad inniheldur tímamælingar fyrir:
- Skipti
- Mæliréttingar
- Yfirborðsréttingar
- Réttingar á grind
- Plastviðgerðir
- Sprautun
- Smíði
Styttri viðbragðstími með CAB Skadesvar
Innifalið í CABAS Heavy Verkstad er CAB Skadesvar, sem styttir viðbragðstímann gagnvart tryggingafélaginu. Tjónaskýrslan fer beint inn í CABAS og raunútreikninginn svo hægt er að hefja viðgerðina fyrr.
EFTIRFARANDI ÞJÓNUSTA FYLGIR MEÐ CABAS HEAVY VERKSTAD
CABAS Parts
CABAS Parts er nýr eiginleiki í CABAS, CABAS Light og CABAS Basic ætlaður til að leita og taka á móti svörum frá viðgerðarmönnum auk þess að uppfæra útreikninga CABAS með notuðum varahlutum. CABAS Parts er innifalið án viðbótarkostnaðar fyrir verkstæðið.
CABAS Caravan
CABAS Caravan er nýr viðbótareiginleiki í CABAS, CABAS Light, CABAS Basic og CABAS Heavy, sem er ætlaður til útreikninga fyrir ferðavagna og húsbíla. Í CABAS Caravan eru útreikningar gerðir út frá verkaðgerðum og öðrum liðum fyrir allar helstu gerðir ferðavagna og húsbíla.
DMS-Integration
Með því að byggja rekstrarhugbúnað verkstæðisins inn í CABAS má gera utanumhald með starfsemi verkstæðisins skilvirkari.
VTR-Fråga
Með því að gefa upp skráningarnúmer ökutækisins í CABAS-útreikningnum uppfærist hann sjálfkrafa með upplýsingum úr ökutækjaskrá.