CAB - optimizing the line

CAB hannar kerfi til að einfalda ferli við tjónaviðgerðir

CAB Group AB er leiðandi fyrirtæki á sviði rekstrarlausna og þjónustu sem auðveldar viðskiptavinum innan bílaiðnaðarins og fasteignaiðnaðarins að gera áreiðanlega og nákvæma útreikninga vegna viðgerða. Þá er CAB einnig með starfsemi innan heilbrigðisgeirans gegnum dótturfyrirtæki sitt Boka Doktorn AB. Við erum með viðskiptavini um allan heim og flestar tjónaviðgerðir á ökutækjum á Norðurlöndum eru reiknaðar út með tjónamatskerfi CAB.

Við erum með útibú í öllum Norðurlöndunum sem og í Þýskalandi. Höfuðstöðvar okkar eru í Örebro, þar sem fyrirtækið á rætur sínar. Fyrirtækið veltir 350 milljónum sænskra króna og innan samsteypunnar starfa 210 manns.

Vörurnar og þjónustan sem við bjóðum innan bíla- og fasteignaiðnaðarins gera allt viðgerðaferlið mun skilvirkara. Notendur fá samskiptavettvang sem nýtist öllum aðilum og verkfærin gera sjálft viðgerðaferlið mun einfaldara og spara bæði tíma og peninga.

Kerfi okkar eru með 38.000 notendur og þau eru í notkun hjá 6.000 fyrirtækjum.

CAB Group AB var stofnað um miðjan áttunda áratuginn og núverandi eigendur þess eru If, Folksam, Länsförsäkringar og Trygg Hansa.