CABAS
Með CABAS-reiknikerfinu er einfalt og fljótlegt að reikna út bæði tíma og kostnað við viðgerðir á ökutækjum – óháð ökutæki og tjóni.
CABAS eykur skilvirkni í viðgerðarferlinu
Þegar gera þarf við ökutæki eru tvær spurningar sem brenna á þeim sem málið varðar: hvað tekur viðgerðin langan tíma og hvað kostar hún? Þetta fer auðvitað eftir aðstæðum hverju sinni, en með hjálp CABAS er fljótlegt og einfalt að gefa upp rétt svar.
Víðtækar tímamælingar á raunverulegum viðgerðum
Frá áttunda áratug síðustu aldar höfum við hjá CAB safnað gögnum og tímamælingum frá raunverulegum viðgerðum, raunverulegum verkum og raunverulegum aðferðum. Á þann hátt höfum við fengið fram viðurkennda og hlutlausa viðgerðartíma.
Einstakur gagnagrunnur með öllum nauðsynlegum upplýsingum
Sumar þessara tímamælinga fáum við frá nokkrum af þekktustu bílaframleiðendum heims, en flestum höfum við safnað sjálf í okkar eigin gagnagrunn. Þar er ekki bara að finna öll nauðsynleg gögn til að framkvæma útreikninga hverju sinni heldur einnig tæmandi listar yfir varahluti með vörunúmerum og verðum, auk þrívíddarmynda af öllum varahlutum. Til þess að kaupendur og seljendur viðgerðarþjónustu geti nýtt sér þessi gögn þróum við og smíðum kerfi til þess að auðvelt sé að reikna út viðgerðar- og kostnaðaráætlun með mikilli nákvæmni.
CABAS veitir þér öll nauðsynleg gögn
Kerfi okkar veitir þér einnig öll þau gögn sem þú þarft á að halda. Þar sem öll gögnin eru nákvæm og rekjanleg, og bókhaldið opið, eru gögnin ómetanleg við samningsgerð og samkomulag milli málsaðila.
-
CAB e-faktura
CAB e-faktura er samræmt verkfæri til að senda rafræna reikninga unna úr CABAS-útreikningum
-
CAB försäkringsfråga
CAB Försakringsfråga er viðbótarþjónusta fyrir CABAS sem notuð er til að stytta afgreiðslutímann við tjónaferlið
-
CABAS paint
CABAS Paint er samskiptavettvangur á netinu til að koma á tengslum milli sprautuverkstæða og réttingaverkstæða.
-
Viðgerðaraðferðir í CABAS
Viðgerðaraðferðir í CABAS stuðla að skilvirkara viðgerðarferli. Þú færð viðgerðaraðferðirnar beint í kerfið og getur vistað þær í tölvunni þinni á einfaldan hátt.