CAB Plan
Öflugt sem framleiðslustjórnunarforrit sem hjálpar þér að halda utan um allt viðgerðarferlið.
Í CAB Plan er hægt að fylgjast með öllu tjónaferlinu
CAB Plan er bókunar-, skipulags- og samskiptaverkfæri, allt í einu og sama kerfinu, sem gerir fyrirtækjum kleift að skipuleggja allt viðgerðarferlið á skilvirkan hátt. Inn í kerfið tengjast einnig utanaðkomandi birgjar svo að einfalt er að fylgjast með öllu tjónaferlinu.
CAB Plan er hægt að sníða að þörfum hvers og eins
CAB Plan er sveigjanlegt kerfi sem hægt er að þróa og laga að þörfum hvers notanda. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að tryggingafélagið geti gert bókanir vegna tjónaskoðana beint í bókunardagatal verkstæðisins.
Ánægðari viðskiptavinir og aukinn hagnaður
Kostirnir við CAB Plan eru fjölmargir:
- Viðskiptavinurinn fær að vita strax í tjónaskoðuninni hvenær hann getur komið með bílinn og hvenær hann er tilbúinn
- Afgreiðslutíminn styttist
- Jafnara flæði yfir vikuna og færri viðskiptavinir sem þurfa að bíða
- Einfalt að sjá hvar í ferlinu ökutæki er og hvenær áætlað er að það sé tilbúið
- Auðveldara fyrir starfsmenn verkstæðisins að skipuleggja sig því þeir vita alltaf hvaða ökutæki er næst í röðinni
- Betra yfirlit yfir vinnuálagið á verkstæðinu, svo koma má fleiri verkum að og auka hagnað
- Hægt að vinna með ýmiss konar tölfræði og eftirlit
EFTIRFARANDI ÞJÓNUSTA FYLGIR MEÐ CAB PLAN
CAB Plan SMS
Með SMS-þjónustu CAB Plan geta verkstæði haft samskipti við viðskiptavini sína á þægilegan hátt.
Veldu afbrigði þinn CAB Plan
Þekkingarstjórnun
Þessi viðbótarþjónusta gerir notandanum kleift að setja inn verkfæri og búnað á borð við réttingabekki, loftkælingarbúnað o.fl. á ...
VINNSLUTÍMABIL
Með þessari viðbótarþjónustu er hægt að skipta upp tiltækum tíma á dag í allt að 16 vinnslutímabil.
CAB Damage Inspection Booking
Vefkerfi til bókunar í tjónaskoðun