CAB - optimizing the line

Skoðaðu innskráningarupplýsingarnar þínar við fyrsta tækifæri

Frá og með útgáfudegi, 15. júní, verður innskráningarferlinu í CABAS og CAB Plan breytt í því skyni að mæta kröfum um aukið öryggi upplýsinga. Þú verður að vera með notandanafn og aðgangsorð við höndina til að geta skráð þig inn.

Innskráningarferlið fyrir CABAS og CAB Plan frá og með nýrri útgáfu þann 15. júní. Breytingin er gerð í því skyni að auka öryggi við innskráningu og mæta kröfum um aukið öryggi upplýsinga, sem og kröfum í vottunarstaðlinum ISO 27001.

Hvaða breytingar verða á innskráningarferlinu?

Þegar þú skráir þig inn í CABAS/CAB Plan verður þú flutt(ur) í auðkenningarglugga í vafranum þínum, þar sem þú gefur upp notandanafn og aðgangsorð. Til þess að tengingin virki mælum við með eftirfarandi vafra: Chrome, Edge og Internet Explorer 9 eða nýrri útgáfur.

Þetta er það sem þú þarft að gera fyrir 15. júní:

  • Fáðu að vita notandanafnið þitt og aðgangsorðið. Ef þú hefur aðgangsorðið ekki við höndina getur þú beðið um nýtt með því að smella á „Gleymt aðgangsorð” við innskráningu.
  • Gakktu úr skugga um að þú sért að nota einhvern af eftirfarandi vöfrum sem studdir eru af CABAS/CAB Plan: Chrome, Edge, Internet Explorer 9 eða nýrri útgáfur.

Frekari upplýsingar

Nýtt innskráningarferli fyrir CABAS/CAB Plan Pdf, 551 kB.

Svona breytir þú aðgangsorði í CABAS og CAB Plan Pdf, 91 kB.