CABAS útgáfufréttir fyrir júní

Í CABAS-útgáfunni í júní er að finna nokkrar endurbætur m.a. varðandi meðhöndlun mynda en nafn myndar fylgir nú með þegar mynd er vistuð á drifi. Þá kemur nú upp ábending um að athuga dagsetningar þegar skýrsla er send til tryggingafélags. Nánar má lesa um það hér að neðan.

Eftir að útgáfufréttirnar hafa verið lesnar eru þær áfram aðgengilegar í CSP í skilaboðunum efst til hægri.

Yfirlit útgáfufrétta fyrir júní

  • Nýtt skipulag á gagnagrunni
  • Nýjar verðupplýsingar í DMS-samþættingu
  • Ábending um dagsetningar þegar skýrsla er send
  • Hægt að sjá bótaskyldu á forsíðu og leitarsíðu
  • Meðhöndlun ljósmynda: nafn myndar fylgir nú með skráarnafni þegar mynd er vistuð á drifi

Nýtt skipulag á gagnagrunni

Gagnagrunni hefur verið skipt niður í flokka til þess að auðvelda meðhöndlun.

Nýjar verðupplýsingar í DMS-samþættingu

Nú er mögulegt að tengja viðskiptakerfi við fleiri verð og afslætti í CABAS. Nú er hægt að senda frá viðskiptakerfi, Eigið listaverð, Afslátt og Innsett verð. Hafið samband við þjónustuaðila viðskiptakerfis til þess að fá nánari upplýsingar.

Ábending um dagsetningar þegar skýrsla er send

Þegar senda á skýrslu til tryggingafélags kemur nú upp áminning um að athuga dagsetningar í skýrslunni. Þar birtast komudagur, lokadagur og fjöldi daga.

Hægt að sjá bótaskyldu á forsíðu og leitarsíðu

Nú er hægt að setja inn sér dálk á forsíðu fyrir Bótaskyldu. Þegar það er gert er einnig hægt að leita að skýrslum eftir bótaskyldu á leitarsíðunni.

Meðhöndlun ljósmynda: nafn myndar fylgir nú með skráarnafni þegar mynd er vistuð á drifi

Þegar mynd er flutt yfir á drif úr myndmeðhöndlun þá fylgir nú nafn myndarinnar með skráarnafninu. Nafn skrárinnar verður þá: skráningarnúmer.raðnúmer.myndarnafn.dagsetning&tími.jpg

Tryggingafélag

  • Númer tjóns og númer tryggingaskírteinis koma nú í sömu röð í tjónssvari og skýrslu og hægt er að sjá öll tjón fyrir ökutækið
  • Hægt að skrá sambandsupplýsingar fyrir eiganda ökutækis í innanhússtjónssvarinu

Númer tjóns og númer tryggingaskírteinis koma nú í sömu röð í tjónssvari og skýrslu og hægt er að sjá öll tjón fyrir ökutækið

Þegar send er fyrirspurn um tryggingu og tjón er nú hægt að velja að fá upp í innanhússtjónssvarinu fleiri tjón fyrir viðkomandi ökutæki. Þetta er gert á eftirfarandi hátt: eyða tjónsnúmeri á tjónasvarssíðu og smella á takkann Tryggingafyrirspurn og koma þá upp öll tjón fyrir ökutækið. Niðurstöðurnar eru háðar því hvernig viðkomandi tryggingafélag hefur sett upp upplýsingarnar hjá sér.

Hægt að skrá sambandsupplýsingar fyrir eiganda ökutækis í innanhússtjónssvarinu

Nú er hægt að gefa upp sambandsupplýsingar eiganda ökutækis í innanhússtjónssvarinu til dæmis til þess að tryggja að SMS-skilaboð fari til réttra aðila.

Nýjar gerðir: fólks- og sendibílar


Make

Family

Body

Year

Facelift

Audi

Q2

Wagon 5D

2017-


Citroen

Jumpy

Meðallangur 2+1+2-d

2016-


Mercedes-Benz

Vito

Van langur 2+2+2-dyra

2015-


Mercedes-Benz

Vito

Van langur 2+1+2-dyra

2015-


Mercedes-Benz

Vito

Van langur 2+1+1-dyra

2015-


Mercedes-Benz

Vito

Van langur 2+2+1-dyra

2015-


Opel

Mokka x

Hatchback 5-dyra

2016-

X

Peugeot

3008

Wagon 5-dyra

2017-


Peugeot

2008

Wagon 5-dyra

2017-

X

Toyota

Proace

Van langur 2+2+1dyra

2016-


Seat

Leon FR

Hatchback 5-dyra

2017-

X

Seat

Leon FR

Wagon 5-dyra

2017-

X

Audi

A3

Hatchback 5-dyra

2017-

X

Audi

A3

Hatchback 5-dyra

2017-

X

Volkswagen

Amarok

Pickup 4-dyra

2017-

X

Volvo

XC90 Twinengine

Wagon 5-dyra

2016-