CAB Plan útgáfufréttir fyrir júní

Í CAB Plan-útgáfunni í júní er að finna nokkrar endurbætur m.a. varðandi hvernig nú er hægt að setja tæknistjóra á vinnupöntun auk þess að uppfæra afköst fyrir marga starfsmenn samtímis. Nánar má lesa um það hér að neðan.

Eftir að útgáfufréttirnar hafa verið lesnar eru þær áfram aðgengilegar í CSP í skilaboðunum efst til hægri.

Yfirlit útgáfufrétta fyrir júní

  1. Velja tæknistjóra fyrir vinnupöntun
  2. Uppfæra afköst fyrir marga starfsmenn samtímis
  3. Nýtt útlit fyrir gagnagrunn
  4. Heilsufarsskoðun sem fjarvera
  5. Velja smámynd fyrir vinnupöntun
  6. Ökutæki sem bókuð eru í skoðun sjást ekki í samantekt á bókunarsíðunni
  7. Starttími í skýrslu fyrir viðgerð stýrir bókunardagsetningu í vinnupöntun

Velja tæknistjóra fyrir vinnupöntun

Í vinnupöntun er nú hægt að velja tæknistjóra fyrir viðgerðina. Velja skal þann einstakling sem ber ábyrgð á viðgerðinni og er í sambandi við eiganda ökutækisins. Tæknistjóri er valinn efst á vinnupöntunarsíðunni. Þar er einnig hægt að velja kerfisstjóra, bókara, tímastjóra eða móttakanda. Á ”tool-tip” í planlagningunni og ferlissamantektinni og einnig á síðu starfsmanns er hægt að sjá nafn tæknistjóra. Þá er einnig hægt að velja sérstakan tæknistjóra fyrir uppáhaldsleit í ferlissamantektinni.

Uppfæra afköst fyrir marga starfsmenn samtímis

Nú er auðveldara að sjá og breyta afköstum hjá starfsmanni. Undir flipanum fyrir planlagningu vinstra megin við nöfn starfskrafta er hægt að smella á tákn til að opna nýjan glugga. Þar er hægt að sjá valin afköst fyrir hvern starfsmann og hver afköstin hafa verið undanfarna mánuði. Þá er einnig hægt að uppfæra afköst einstakra starfsmanna eða allra.

Nýtt útlit fyrir gagnagrunn

Í gagnagrunni hefur stillingum verið skipt niður í þau atriði sem eru sameiginleg fyrir CABAS og CAB Plan og þau sem eru sértæk. Útliti stillinga hefur verið breytt til þess að skapa gleggri yfirsýn.

Heilsufarsskoðun sem fjarvera

Nú er hægt að velja heilsufarsskoðun sem ástæðu fyrir fjarveru starfsmanns.

Velja smámynd fyrir vinnupöntun

Nú er hægt að velja ljósmynd sem smámynd fyrir vinnupöntun. Hægt er að velja mynd úr skýrslu eða aðrar myndir sem vistaðar hafa verið með erindinu. Smellt er á stjörnuna á viðkomandi mynd til þess að velja hana.

Ökutæki sem bókuð eru í skoðun sjást ekki í samantekt á bókunarsíðunni

Efst á bókunarsíðunni sést yfirlit yfir hvað mörg ökutæki eiga að fara inn/út af verkstæðinu á viðkomandi degi. Þau ökutæki sem skráð eru til tjónaskoðunar sjást ekki lengur í yfirlitinu til þess að auðveldara sé að sjá hvaða ökutæki eru til viðgerðar.

Starttími í skýrslu fyrir viðgerð stýrir bókunardagsetningu í vinnupöntun

Áætlaður starttími í tjónamatsskýrslu er sú dagsetning sem velst sjálfvirkt þegar viðgerðin er bókuð. Þetta gildir ekki ef að handvirk ákvörðun dagsetningar fyrir sérhverja nýja bókun hefur verið valin í stillingum í gagnagrunni.