Útgáfuupplýsingar CAB Plan, júní

Júníútgáfa CAB Plan inniheldur fjölmargar endurbætur og nýja eiginleika. Meðal annars er nú hægt að búa til mismunandi gátlista eftir gerð viðgerðar og tengja skoðunarpuntkana við vinnuferlið.

Tengla í útgáfuupplýsingar má finna á tilkynningalistanum efst til hægri

Samantekt á útgáfuupplýsingum CAB Plan, júní

  1. CSP: Nýtt innskráningarferli fyrir CABAS og CAB Plan
  2. CAB Plan: Sýna áætlunina frá flæðisskjá
  3. CAB Plan: Mismunandi gátlistar, allt eftir gerð viðgerðar
  4. CAB Plan: Tengja atriði í gátlistanum við vinnuferlið
  5. CAB Plan: Staðfesting á áskilinni undirritun á atriðum í gátlista
  6. CAB Plan: Staðfesting á undirritun á öllum atriðum í gátlista
  7. CAB Plan: Skráið tjón í verkbeiðnina við sjónskoðun og afhendingu til viðgerðaraðila
  8. CAB Plan: Tjónaskoðunarsamningur án þess að velja framleiðanda
  9. Tjónaskoðunargáttin: Nýir reitir við bókun a tjónaskoðun
  10. Tjónaskoðunargáttin: Tjónsnúmeri bætt við í tjónaskoðunarskýrslunni
  11. Tjónaskoðunargáttin: Val á framleiðanda, aldri og þjónustuverkstæði umboðs
  12. Tjónaskoðunargáttin: Gefa verður upp aldur ökutækis við leit að verkstæði

CSP: Nýtt innskráningarferli fyrir CABAS og CAB Plan

Með þessari CPS-útgáfu innleiðum við nýtt og öruggara innskráningarferli fyrir CABAS og CAB Plan. Upplýsingar um ferlið voru sendar út fyrir útgáfu, eða þann 27. maí.

Hér finnur þú upplýsingaefni um nýja innskráningarferlið:

Nýtt innskráningarferli fyrir CABAS/CAB Plan

CAB Plan: Sýna áætlunina frá flæðisskjá

Með því að tvísmella á stað í flæðiskjánum opnast dagur og svið sem við á í áætluninni.

CAB Plan: Mismunandi gátlistar eftir tegund viðgerða

Í stillingum undir gátlistanum er hægt að búa til ýmsa gátlista sem hægt er að aðlaga eftir gerð viðgerðar sem listarnir eiga að nýtast við. Gátlistana má búa til úr auðum tölvupósti eða úr tölvupóstum sem þegar eru til staðar. Annar nýr eiginleiki er að hægt er að búa til spurningar með svarmöguleikum. Gátlistar sem búnir eru til er hægt að tengja við þær bókunaráætlanir sem nota skal. Ef slík tenging er ekki gerð verður gátlistinn sem stilltur er sem staðalútgáfa notaður við allar fyrirliggjandi bókunaráætlanir.

CAB Plan: Atriði í gátlista tengd við aðgerðir á verkstæði

Ef gátlisti hefur verið tengdur við bókunaráætlun er hægt að merkja hvaða atriði í gátlistanum tengjast hvaða aðgerðum á verkstæði. Einnig er hægt að tengja atriði sem eru hluti af verki sem framkvæmt er á verkstæði þriðja aðila. Ef það er gert getur það verkstæði undirritað þau atriði.

CAB Plan: Áskilin undirritun á hlutum í gátlistanum

Í stillingum fyrirtækis er hægt að velja að opna gátlistann fyrir tæknimanninn þegar verk er merkt lokið og auk þess þegar ekki er hægt að byrja á verki þar sem atriði sem tengjast fyrra verki hafa ekki verið undirrituð á gátlista.

CAB Plan: Staðfesting á að öll atriði í gátlista hafi verið undirrituð

Þegar öll atriði í gátlistanum hafa verið undirrituð birtist grænt gátmerki við táknið fyrir gátlista.

CAB Plan: Merkja tjón í verkbeiðni við sjónskoðun og afhending ökutækis til viðgerðar

Nú er hægt að merka staðsetningu tjóna inn á mynd sem fylgir verkbeiðninni. Það eru tvö aðskildar myndir til að merkja á, einn fyrir skemmdir sem finnast við skoðunina og einn til frekari tjóns þegar bíllinn er afhentur til viðgerðar.

CAB Plan: Tjónaskoðunarsamningur án þess að velja framleiðanda

Frá og með þessari útgáfu er hægt að velja fyrir hvaða framleiðanda á að bóka tjónaskoðun um leið og samningur er sendur til ytri bókunaraðila. Það er ytri bókunaraðilinn sem ákvarðar hvaða framleiðendur eiga við. Þegar samningur hefur verið samþykktur af ytri bókunaraðila er viðkomandi framleiðandi tilgreindur þegar samningurinn er opnaður.

Tjónaskoðunargáttin

Tjónaskoðunargáttin: Nýir reitir við bókun á tjónaskoðun

4 nýjum reitum hefur verið bætt við sem hægt er að nota við bókun á tjónaskoðun. Þetta eru „Stjórnandi“, „Tryggingafélag“, „Upplýsingar um bílaleigubíl“ og „Upplýsingar um fyrri tjón“. Allir reitir eru frítexti.

Tjónaskoðunargáttin: Tjónsnúmeri bætt við tjónaskoðunarskýrsluna

Í skýrslu um bókað tjón, sem finna má á stjórnandasíðu í tjónaskoðunargáttinni, er hægt að bæta við tjónsnúmeri.

Tjónaskoðunargáttin: Val á framleiðanda, aldri og þjónustuverkstæði umboðs fyrir bókun

Frá og með þessari útgáfu er það stjórnandi tjónaskoðunargáttarinnar sem ræður því hvaða framleiðanda er hægt að bóka. Þegar samningur berst frá verkstæði skal velja þann framleiðanda sem við á hverju sinni. Nú er einnig hægt að velja tiltekið aldursbil fyrir hvern framleiðanda. Til dæmis: Verkstæði skal aðeins sýna á lista yfir verkstæði ef ökutækið er eldra en 3 ára. Einnig er hægt að merkja að verkstæðið sé vörumerkisverkstæði fyrir tiltekið vörumerki. Þetta birtist sem lítill grár fylltur hringur næst nafni verkstæðisins á lista yfir verkstæði við bókun. Það er að sjálfsögðu hægt að breyta gildandi samningum með því að nota þessar nýju færibreytur.

Tjónaskoðunargáttin: Við leit að verkstæði þarf að gefa upp aldur ökutækisins

Þar sem aldur ökutækis er ný breyta við leit á verkstæðum í tjónaskoðunargáttinni þarf að gefa upp aldur, auk framleiðanda, nema sjálfvirk leit að upplýsingum um ökutæki úr opinberri ökutækjaskrá hafi verið virkjuð.