ÚTGÁFUUPPLÝSINGAR, DESEMBER 2019

Þessari útgáfu fylgir m.a. hin langþráða aðgerð CDD (stöðug afhending gagna), sem þýðir að nýjar CABAS-gerðir verða aðgengilegar öllum CSP-notendum um leið og þær eru fullgerðar og prófaðar.

Nánari upplýsingar um nýju útgáfuna eru hér fyrir neðan.

Tenglar á útgáfuupplýsingar má finna neðst á tilkynningalistanum efst til hægri.

Samantekt á útgáfuupplýsingum, desember

  • CABAS: Gamla innskráningarleiðin verður fjarlægð
  • CABAS: Samfelld gagnaafhending með nýjum CABAS-gerðum
  • CABAS: Hægt er að leita að notendum sem hafa verið gerðir óvirkir

CABAS: Gamla innskráningarleiðin verður fjarlægð

Frá og með uppfærslu þann 7. desember verður gamla innskráningarleiðin í CABAS og CAB Plan fjarlægð í því skyni að mæta kröfum um aukið öryggi upplýsinga. Þú verður að vera með notandanafn og aðgangsorð við höndina til að geta skráð þig inn.

Þetta er það sem þú þarft að gera fyrir 7. desember:

  • Fáðu að vita notandanafnið þitt og aðgangsorðið. Ef þú hefur aðgangsorðið ekki við höndina getur þú beðið um nýtt með því að smella á „Gleymt aðgangsorð” við innskráningu.
  • Gakktu úr skugga um að þú sért að nota einhvern af eftirfarandi vöfrum sem studdir eru af CABAS/CAB Plan: Chrome, Edge, Internet Explorer 9 eða nýrri útgáfur.
  • Prófaðu nýju innskráningarleiðina til að vera viss um að hún virki. Ef svo er ekki hafðu þá endilega samband við þjónustuna okkar.

CABAS: Samfelld gagnaafhending með nýjum CABAS-gerðum

Við höfum bætt við virkni fyrir stöðuga afhendingu gagna í þessari útgáfu. Virknin á flipanum verður virkjuð á einu markaðssvæði í einu á næstu þremur til fjórum vikum eftir útgáfu.

Frá þessari útgáfu verða nýjar CABAS-gerðir afhentar um leið og þær eru fullgerðar og prófaðar. Í efra hægra horninu á heimasíðu CABAS er nýtt tákn (sem stendur fyrir fólksbíl og mælistiku) sem gefur notanda til kynna hvenær ný CABAS-gerð hefur verið afhent í gagnagrunninn.

Þegar ný CABAS-gerð verður tiltæk er hún auðkennd með upphrópunarmerki við þetta nýja tákn:

Þegar smellt er á táknið birtist listi yfir CABAS-gerðirnar sem síðast voru birtar:

Smelltu á hnappinn „Í lagi“ til að gera nýju gerðirnar aðgengilegar til notkunar við útreikninga í kerfinu.

CABAS: Hægt er að leita að notendum sem hafa verið gerðir óvirkir

Þessari útgáfu fylgja fjölmargir nýir möguleikar undir valmyndinni „Grunngögn => Notandi“.

  • Hægt er að hreinsa eða sía skjámyndina „Notandi“.
  • Enn sem fyrr er hægt að skoða tölfræðigögn fyrir notendur sem eru merktir óvirkir.
  • Fljótlegt er að virkja og gera óvirka notendur sem vinna tímabundið í kerfinu, til dæmis starfsfólk sem vinnur árstíðabundið eða yfir sumarið.

Nýjar gerðir fólksbíla