ÚTGÁFUUPPLÝSINGAR CAB PLAN, APRÍL 2019

Aprílútgáfa CAB Plan inniheldur fjölmargar endurbætur og nýja eiginleika. Nú er m.a. einfalt að senda afbókunarpóst fyrir bílaleigubíl ef bókun á viðgerð er breytt og gefa viðskiptavininum upp tímann þegar á að mæta með bílinn með textaskilaboðunum til viðskiptavinarins.

Tengla í útgáfuupplýsingar má finna á tilkynningalistanum efst til hægri.

Samantekt á útgáfuupplýsingum CAB Plan, apríl

 • CAB Plan: Afbókun á bílaleigubíl
 • CAB Plan: Einfalt að skoða breyttar tímamerkingar
 • CAB Plan: Dagsetning og tími þegar viðskiptavinur á að skilja ökutæki eftir til viðgerðar
 • CAB Plan: Flokka verk eftir umfangi í skipulagsyfirlitinu
 • CAB Plan: Skipulagi á verki breytt innan erindis
 • CAB Plan: Ný staða: „Tilbúið til afhendingar“
 • CAB Plan: Athugasemdir um viðskiptavini og viðgerðir sýndar í tjónaskoðunaráætlun
 • CAB Plan: Athugasemdir við myndir í útreikningnum fylgja með erindinu (aðeins í CABAS)
 • CAB Plan: Áminning um að gleyma ekki bílaleigubílnum tekur nú einnig til lánsbíla
 • CAB Plan: Breyta leitarsviði fyrir lokin erindi sem ekki hafa verið reikningsfærð
 • KPI-gáttin: Velja dagsetningasvið til að birta KPI-gildi
 • KPI-gáttin: Val um að útiloka skemmdir á vélarbúnaði eða gleri (aðeins í CABAS)
 • Tjónaskoðunargáttin: Bættar tjónaskoðunarskýrslur með viðbótarupplýsingum
 • Tjónaskoðunargáttin: Upplýsingatexti til eiganda ökutækisins um myndir sem fylgja í viðhengi

CAB Plan: Afbókun á bílaleigubíl

Þegar þú bókar bílaleigubíl og hefur sent bókunarpóst til bílaleigunnar verður þú spurð(ur) hvort þú viljir einnig senda tölvupóst með afbókun. Ef þú kýst að gera það getur þú einnig bætt við skýringu á því hvers vegna bílaleigubíllinn var afbókaður.

CAB Plan: Einfalt að skoða breyttar tímamerkingar

Ef þú breytir vitjunartíma eða viðgerðartíma fyrir tiltekinn viðgerðarmann í yfirliti viðgerðarmanna getur þú valið að bæta við athugasemd til að skýra breytinguna. Pennatáknið birtist einnig í appelsínugulum lit við tímamerkingu sem hefur verið breytt. Athugasemdirnar og breyttu tímasetningarnar eru aðeins sýnilegar á viðkomandi degi og viðgerðarmaður birtist aðeins í yfirliti viðgerðarmanna.

CAB Plan: Dagsetning og tími þegar viðskiptavinur á að skilja ökutæki eftir til viðgerðar

Nú er hægt að velja dagsetninguna og tímann þegar viðskiptavinur á að skilja ökutæki eftir til viðgerðar. Í „Mitt CABAS“, undir flipanum „SMS“, er hægt að velja hvort dagsetningin og tíminn sem gefin eru upp í eiga að birtast í SMS-skilaboðunum sem viðskiptavinur fær send til áminningar. Sem fyrr er einnig hægt að velja að sýna þess í stað dagsetninguna þegar fyrsta verk í viðgerðarlotu er bókað.

CAB Plan: Flokka verk eftir umfangi í skipulagsyfirlitinu

Nú er einnig hægt að raða öllum skráðum verkum fyrri tilekinn dag á verkstæði eftir umfangi verkanna. Þetta getur komið sér vel ef skipuleggja þarf stórar viðgerðir fyrst og fylla því næst upp í með minni viðgerðum.

CAB Plan: Skipulagi á verki breytt innan erindis

Það hafa lengi verið uppi óskir um að geta breytt skipulagi á verki innan erindis sem búið er að setja upp. Þetta er nú hægt að gera og auk þess er einnig hægt að deila þessum verkum, fjarlægja þau úr skipulaginu eða flytja þau yfir á minnislista. Þetta val kemur upp ef notandi hægrismellir á skráð verk. Við höfum einnig bætt við texta í upplýsingareitnum, sem birtist ef þú færir músarbendilinn yfir verkið, þar sem tilgreint er hvenær næsta verk í viðgerðaráætluninni er skráð.

CAB Plan: Ný staða: „Tilbúið til afhendingar“

Við höfum bætt við nýrri stöðuskilgreiningu fyrir erindið, sem kallast „Tilbúið til afhendingar“. Staðan verður birt í erindinu, en það er hægt að gera hana óvirka í fyrirtækjastillingum, ef þú vilt ekki nota hana. Þessi stöðuskilgreining getur verið gagnlegt verkfæri fyrir þjónustuaðila þegar ökutækið er tilbúið og viðskiptavinurinn getur sótt það.

CAB Plan: Athugasemdir um viðskiptavini og viðgerðir sýndar í tjónaskoðunaráætlun

Nú þarf ekki lengur að opna erindi fyrir tjónskoðun til að geta lesið athugasemdir um viðskiptavini og viðgerðir. Þetta er nú hægt að gera beint úr bókuninni í dagatalinu.

CAB Plan: Athugasemdir við myndir í útreikningnum fylgja með erindinu (aðeins í CABAS)

Ef þú hefur skráð athugasemdir við myndirnar í útreikningnum verður einnig hægt að sjá þær við sömu myndir í erindinu.

CAB Plan: Áminning um að gleyma ekki bílaleigubílnum tekur nú einnig til lánsbíla

Þessi áminning um að muna eftir að bóka bílaleigubíl, og sem hægt er að virkja í fyrirtækjastillingunum, nær nú einnig til lánsbíla. Ef ekki er óskað eftir að slík áminning birtist er hægt að nota fyrirtækjastillingar til að slökkva á henni.

CAB Plan: Breyta leitarsviði fyrir lokin erindi sem ekki hafa verið reikningsfærð

Í valmyndinni „Leita“ fer hægt að leita að loknum erindum sem ekki hafa enn verið reikningsfærð. Nú er hægt að leita á tímabili sem afmarkast af tveimur dagsetningum, með mest 3 mánaða millibili. Fram til þessa hefur aðeins verið hægt að leita frá dagsetningu yfirstandandi dags og 3 mánuði aftur í tímann.

KPI-gáttin: Velja dagsetningasvið til að birta KPI-gildi

Fram til þessa hefur aðeins verið hægt að birta KPI-gildi fyrir yfirstandandi ár og yfirstandandi mánuð. Nú er einnig hægt að velja dagsetningatímabil og birta t.d. gildi fyrir liðna viku.

KPI-gáttin: Val um að útiloka skemmdir á vélarbúnaði eða gleri (aðeins í CABAS)

Valmöguleika um að sía eftir gerð tjóns hefur verið bætt við. Tjónagerðir sem hægt er að sía eftir eru tjón á vélbúnaði og tjón á gleri, sem þýðir að þú getur til dæmis valið að sýna aðeins tiltekin gildi sem ekki fela í sér tjón sem tengist gleri.

Tjónaskoðunargáttin: Bættar tjónaskoðunarskýrslur með viðbótarupplýsingum

Ef þú ert að nota tjónaskoðunargátt okkar á netinu getur þú búið til skýrslu um bókanir sem þú hefur gert með því að fara á stjórnandasíðuna. Áður birtist aðeins dagsetning bókunar tíma á verkstæðinu, en nú er einnig hægt að sjá dagsetningu og tíma þegar bókunin var gerð.

Tjónaskoðunargáttin: Upplýsingatexti til eiganda ökutækisins um myndir sem fylgja í viðhengi

Við bókun á tjónaskoðun er gefinn kostur á að senda myndir af tjóninu með sem viðhengi, ef það er kveikt á þeirri aðgerð. Á stjórnandasíðunni hefur verið bætt við texta þar sem kostir þess að láta myndir fylgja bókuninni eru skýrðir fyrir notendum.