Verkstæði

Hvað tekur langan tíma að gera við bíl?

Við því eru jafnmörg svör og til eru bílar og bifreiðatjón. Breyturnar eru nánast óteljandi. Það fer að sjálfsögðu eftir því hvaða bíl um ræðir og hvaða varahluti þarf, en einnig hvaða tækni og hvaða efni og aðferðir eru til staðar. En með reiknikerfi CABAS er einfalt og fljótlegt að reikna út viðgerðatímann, sama hver bíllinn og tjónið er.

Við gerum nákvæma tímaáætlun yfir allt viðgerðarferlið

Til grundvallar CABAS-kerfinu eru raunmælingar sem við vinnum stöðugt á bifreiðaverkstæðum. Frá því að bíllinn kemur inn á verkstæðið og þar til viðgerðinni er lokið tökum við mið af öllum þáttum; aðferðir, aðgerðir, verkfæri og tími eru mæld fyrir hvert verk. Við tökum meira að segja inn í reikninginn tímann sem fer í að sækja varahluti, lesa leiðbeiningar og gera öll verkfæri klár. Svo eru öll gögnin greind og búinn til áreiðanlegur grunnur fyrir reikniformúlur okkar í MYSBY, verkfærinu sjálfu, sem notað er til að reikna út viðgerðartímana.a.

Nýjar gerðir bíla kannaðar í þaula

MYSBY er sífellt uppfært með nýjum gerðum bíla, nýjum efnum, verkfærum og nýjum aðferðum sem koma fram. Við rannsökum, mælum og greinum raunverulegar viðgerðir til að fá áreiðanlegar upplýsingar um hversu langan tíma tekur að skipta um mismunandi varahluti. Við reiknum líka út stærð flatar og tíma við sprautun fyrir alla þá hluti sem gæti þurft að sprauta vegna viðgerðar.

Einstakur gagnagrunnur

Það sem er einstakt við CABAS er víðtækur gagnagrunnurinn sem inniheldur tölfræðilega marktækar tímamælingar á viðgerðarvinnu og bílasprautunarvinnu, ítarlega varahlutalista með varahlutanúmerum og verði ásamt snúanlegum þrívíddarmyndum af hverjum varahlut, sem auðveldar varhlutaval á verkstæðum.

CABAS gefur þér upp heildarkostnaðinn við viðgerðir og öll mikilvæg skjöl

Í CABAS kemur fram hvaða varahluti og aðgerðir þarf fyrir hverja viðgerð. Þannig má sjá heildarkostnað við viðgerðina og öll gögn sem bæði verkstæðið og tryggingafélagið þurfa á að halda í einu og sama kerfinu

Sameiginlegur samskiptavettvangur

CABAS er einnig samskiptavettvangur, og þegar tjónið hefur verið reiknað út og myndir teknar eru gögnin send beint frá verkstæðinu til tryggingafélagsins. Þessi hröðu og þægilegu samskipti milli verkstæðis og tryggingafélags auðvelda og flýta fyrir öllu viðgerðarferlinu. Allir græða á því: verkstæðið kemst fljótt af stað með viðgerðina, tryggingafélagið getur metið tjónið og eigandi bílsins fær hann til baka eins fljótt og auðið er.

Hagræðing með uppflettingu í ökutækjaskrá

Með því að gefa upp skráningarnúmer ökutækisins í CABAS-útreikningnum uppfærist hann sjálfkrafa með upplýsingum úr ökutækjaskrá. Þannig má flýta fyrir og minnka umstang, því verkstæðið þarf þá ekki að leita að þessum upplýsingum og fylla þær út í CABAS-útreikninginn.

Hagræðing með tengingu við rekstrarhugbúnað

Með því að byggja rekstrarhugbúnað verkstæðisins inn í CABAS má gera utanumhald með starfsemi verkstæðisins skilvirkari. Verkstæðið getur meðal annars sótt verkpantanir úr rekstrarhugbúnaðinum og flutt þær yfir í CABAS-útreikninginn og sent út reikningsupplýsingar úr CABAS-útreikningnum yfir í rekstrarhugbúnað verkstæðisins.

Yfir 23.000 notendur

Vörur okkar eru í notkun hjá um það bil 4.000 fyrirtækjum á Norðurlöndum og með yfir 23.000 notendur.