Tryggingafélög

Aukinn skýrleiki fyrir alla aðila málsins

CAB fylgir viðkomandi tryggingafélagi í gegnum allt tjónaferli ökutækja. Þegar notast er við CAB-kerfið og þjónustu
fyrirtækisins eykst skýrleikinn fyrir alla aðila málsins. Gert er við ökutækin á réttan hátt, samkomulag ríkir um kostnaðinn og viðgerðartíminn verður eins stuttur og mögulegt er.

Tilkynnt um tjón

Við erum hluti af ferlinu allt frá því að tilkynnt er um tjón. Í gegnum verkstæðisumsjónarkerfið CAB Plan er viðgerðin bókuð á það verkstæði sem uppfyllir rétt skilyrði og þar sem biðtími er stystur.

Tilboð

Í útreikningsþjónustu CABAS er stuðst við raunverulegar og sýnilegar tímasetningar fyrir hvern verklið viðgerðarinnar, en með þessu fækkar óvissuþáttum hvað varðar verklok. Til að draga úr pappírsvinnu er hægt að notast við aðgerðina trygginga- og tjónatilvik. Þá eru réttar tjóna- og tryggingaupplýsingar fluttar sjálfkrafa inn í útreikningana sem styttir viðgerðartímann umtalsvert. Útreikningarnir eru sendir á stöðluðu sniði og þannig getur tryggingafélagið á einfaldan hátt flutt upplýsingarnar inn í eigin kerfi til frekari greiningar.

Greining

CAB Auto Reply er sjálfvirk greining okkar á útreikningunum. Með þeirri aðgerð geta bifvélavirkjarnir stytt viðgerðartímann og einbeitt sér að eigin störfum. Tryggingafélagið getur átt hröð og skilvirk samskipti við verkstæðin í gegnum tjónasvörun, með beinum hætti eða í gegnum sérstakar kerfisviðbætur. Útreikningarnir uppfærast sjálfkrafa í samræmi við upplýsingarnar úr tjónasvörun. Með þessu móti eru upplýsingarnar ávallt uppfærðar og réttar, sem ýtir enn frekar undir stuttan viðgerðartíma.

Þegar um viðurkennt tjón er að ræða getur tryggingafélagið notað þjónustuleiðina CAB SMS til að senda tryggingataka sms-skilaboð á einfaldan hátt.

Viðgerð

Með CAB Plan geta tryggingafélagið eða tryggingatakinn bókað viðgerðina á samningsbundið verkstæði sem uppfyllir rétt skilyrði og þar sem biðtími er stystur. Tryggingatakinn getur síðan fylgst með ólíkum verkliðum viðgerðarinnar og fengið upplýsingar um það hvar ökutækið er statt í viðgerðarferlinu. Með CAB Plan færðu auk þess vel skipulagt og skilvirkt verkstæði þar sem boðið er upp á styttri viðgerðartíma og skilvirkari afgreiðslu.

Reikningagerð

Með þjónustuleiðinni CAB e-faktura safnast saman upplýsingar frá CABAS og einfalt verður að reikningsfæra réttan kostnað á hvern verklið.

Svona lítur CAB á ferlið

Eins og hjá tryggingafélaginu er metnaður okkar sá að bjóða réttar viðgerðir á umsömdu verði og viðgerðartíma sem er eins stuttur og mögulegt er. Þjónusta CAB eykur innsýn og skilvirkni ferlisins, bæði fyrir tryggingafélagið, verkstæðið og tryggingatakann.