Bílaframleiðendur

Kostnaðarstjórnun og skilvirk viðhaldsþjónusta

Tími er lykilatriði við stjórnun og eftirlit með kostnaði

Grunnmælikvarðinn fyrir stjórnun og eftirlit með kostnaði við viðhaldsþjónustu er oft tími. Tíminn sem fer í að vinna viðgerð, greiningu eða viðhald. CAB Times Fordon færir þér þau tól í hendur sem þarf til að fá fram staðlaðar og nákvæmar tímamælingar fyrir verk, en þær eru forsenda ánægju þeirra sem panta og vinna verkin.

CAB Times Fordon kemur með skjótar lausnir

Með CAB Times Fordon þarftu ekki að hafa aðgang að vélbúnaði í þróunarferli bifreiðarinnar. Verkfærið gefur þér upp nauðsynlegar staðlaðar tímamælingar. Þú færð fljótt og örugglega fram tímamælingar sem nota má til að þróa nýja vöru eða koma fram með tillögur að endurbættri hönnun vöru sem stuðla að því að þægilegra er að gera við hana. CAB Times Fordon gefur einnig möguleikann á að endurnýta tímamælingar sem þú hefur þegar gert og skipta tímanum upp milli smíðastöðva.

Nákvæmar tímarannsóknir eru undirstaða tímamælingaverkfærisins

Grunnurinn að CAB Times Fordon liggur í víðtækri söfnun upplýsinga úr þúsundum viðgerða um allan heim. Við höfum gert tímamælingar, skoðað hvern einasta hlut sem notaður er, allt niður í að gera grein fyrir samhengi hverrar skrúfu og róar. Þessi vinna skilar sér í tímamælingarverkfærinu sem liggur til grundvallar CAB Times Fordon.

Þægileg sundurliðun

Stjórnun og eftirlit með staðaltímum er til fyrirmyndar. Allar upplýsingar eru gagnsæjar og hægt er að svara spurningum frá notendum upp á hár – þú veist alltaf nákvæmlega hversu margar skrúfur og smáatriði eru tekin með í staðaltímunum. Þessi sundurliðun gefur þér kost á að fylgjast með kostnaðarhvötum í vörum þínum á nákvæman hátt, sem eru ómetanlegar upplýsingar við vöruþróun.

Staðaltímar fyrir öll verk

CAB Times Fordon inniheldur þrjú aðalverkfæri til framsetningar á staðaltímum:

  1. MYSBY – fyrir viðgerðir á yfirbyggingum, þar á meðal yfirborðsréttingar og mæliréttingar, þegar árekstur hefur átt sér stað.
  2. MEKBY – fyrir vélaviðgerðir og viðhaldsvinnu.
  3. LACK – fyrir sprautuvinnu að lokinni tjónaviðgerð.

Hefur þú áhuga á CAB Times Fordon?

Viltu vita meira um CAB Times Fordon? Þér er velkomið að hafa samband
í netfangið info@consultingab.de