Með Meps greiðir þú fyrir unnin verk, ekki fyrir tímann sem þau taka í framkvæmd
Sem umsjónaraðili fasteigna greiðir þú fyrir verk sem eru framkvæmd en ekki fyrir tímann sem tók að vinna þau. Með þessu skapast traust, auðveldara er að hafa stjórn á kostnaði og þú veist ávallt upp á hár hvaða aðgerðir komu til framkvæmda.
Meps setur af stað opið samtal á milli umsjónaraðila fasteigna og framkvæmdaaðila
Umfang og verð verkefnisins er gegnsætt og liggur skýrt fyrir áður en framkvæmdir hefjast og þannig er hægt að komast hjá ágreiningi. Auk þess er hægt að aðlaga verkefnið að óhjákvæmilegum frávikum án þess að nýtt tilboð sé lagt fram, því að þegar hefur verið samið um skilyrði sem snúa að verkliðum sem bætast við eða detta út.
Meps leiðir af sér skilvirkari verktaka og það kemur faglegum aðilum til góða
Með stöðluðum mælikvörðum yfir magn af vinnu í stað lægra tímagjalds, er búin til heilbrigður markaður þar sem það er ómögulegt að vinna verkkaup með því að lækka tímagjald.
Laun miðast við unnin verk – ekki vinnustundir
Með því að miða greiðslur við magn framkvæmda í stað tímakaups skapast traust, auðveldara er að hafa stjórn á kostnaði og þú veist ávallt upp á hár hvaða aðgerðir komu til framkvæmda. Með Meps er einnig hægt að ná niður kostnaði og spara allt að 20% af viðgerða- og viðhaldskostnaði.
Ólíkir verktakar bornir saman
Með Meps veistu ávallt upp á hár hvað þú hefur borgað fyrir og getur staðfest það á síðari stigum. Einnig býðst þér ómetanlegt tækifæri til að bera saman ólíka verktaka hvað varðar kostnað og skilvirkni.