Tryggingafélög

Aukin stjórn á tjónakostnaði

Með Meps færðu aukna stjórn á kostnaði

Með Meps öðlast tryggingafélög aukna stjórn á tjónakostnaði og fá í hendurnar gögn sem gagnast bæði við eftirfylgni vegna eigin rekstrar og viðkomandi samstarfsaðila.

Meps setur af stað opið samtal á milli pöntunaraðila og framkvæmdaaðila

Umfang og verð verkefnisins er gegnsætt og liggur skýrt fyrir áður en framkvæmdir hefjast og þannig er hægt að komast hjá ágreiningi. Auk þess er hægt að aðlaga verkefnið að óhjákvæmilegum frávikum, án þess að nýtt tilboð sé lagt fram.

Meps skapar skilvirkar markaðsaðstæður og ýtir undir samkeppni

Stuðst er við staðal þar sem magn framkvæmda er metið í staðinn fyrir lægsta tímakaupið og þannig skapast heilbrigðar markaðsaðstæður þar sem ekki er hægt að vinna útboð með því að lækka tímakaup niður úr öllu valdi.

Laun miðast við unnin verk – ekki vinnustundir

Með því að miða greiðslur við magn framkvæmda í stað tímakaups skapast traust, auðveldara er að hafa stjórn á kostnaði og þú veist ávallt upp á hár hvaða aðgerðir komu til framkvæmda. Með Meps er einnig hægt að ná niður kostnaði og spara allt að 20% af viðgerða- og viðhaldskostnaði.

Ólíkir verktakar bornir saman

Með Meps veistu ávallt upp á hár hvað þú hefur borgað fyrir og getur staðfest það á síðari stigum. Einnig býðst þér ómetanlegt tækifæri til að bera saman ólíka verktaka hvað varðar kostnað og skilvirkni.