Útgáfuupplýsingar CAB Plan, febrúar

Febrúarútgáfa CAB Plan inniheldur fjölmargar endurbætur og nýja eiginleika. Nú er meðal annars hægt að deila myndum og skjölum frá utanaðkomandi verkstæðum með því verkstæði sem gerði bókunina.

Eftir að útgáfufréttirnar hafa verið lesnar eru þær áfram aðgengilegar í CSP í skilaboðunum efst til hægri.

Yfirlit útgáfufrétta fyrir febrúar

  1. Hægt að deila myndum og skjölum með því verkstæði sem gerði bókun
  2. Bætt sending SMS-skilaboða

Hægt að deila myndum og skjölum með því verkstæði sem gerði bókun

Ef þú sem annar viðgerðaraðili býrð yfir upplýsingum sem þú vilt koma á framfæri til verkstæðisins sem gerði bókunina geturðu valið að bæta myndum og skjölum við erindið.

Opnaðu mynda- og skjalagluggann í erindinu og smelltu síðan á örina á þeim myndum eða skjölum sem þú vilt deila.

Bild 1


Þú getur hætt að deila myndum og skjölum með því að ýta á krosstáknið.

Bild 2


Ný tákn í erindinu sýna verkstæðinu sem gerði bókunina að nýjum myndum og skjölum hafi verið bætt við.

Bild 3

Bætt sending SMS-skilaboða

Endurbætur hafa verið gerðar á meðhöndlun SMS-skilaboðasendinga.

  • Ef kveikt er á skjálfvirkum áminningum með SMS-skilaboðum sést nú í erindinu hvenær áminning verður send.
  • Ef sending SMS-skilaboða heppnast verður táknið grænt en ef hún misheppnast verður það rautt.
  • Ef smellt á símatáknið í erindi eða verkflæðisyfirliti sést hvaða tegund SMS-skilaboða var: áminning eða sérsniðin skilaboð.
  • Undir sama símatákni má einnig sjá sýnishorn af SMS-skilaboðum sem verða send úr sjálfvirkt. Textinn í forskoðuninni er grár til að greina á milli sýnishornsins og SMS-skilaboða sem hafa þegar verið send.