CAB - optimizing the line

Frá skóm til bíla og fasteigna en með einn samnefnara: hagræðingu

CAB má rekja til hins staðfasta og hugmyndaríka verkfræðings Helmers Reveman. Á árunum 1942 til 1946 starfaði hann sem yfirmaður á verkstæði hjá Gustafsson & Görtz í Örebro en eins og sannur frumkvöðull fékk hann sífellt nýjar og nýjar hugmyndir. Hann fékk áhuga á skóbransanum og það var hjá skófyrirtæki sem hann fékk sitt fyrsta verkefni við hagræðingu, sem hann átti síðar eftir að skapa sér nafn fyrir. Árið 1946 stofnaði hann fyrirtækið Revemans Ingenjörsbyrå AB.

Bílarnir voru stóra tækifærið

Árið 1955 yfirfærði Reveman hugmyndir sínar á bílaverkstæði þegar hann fékk stórt verkefni hjá Volvo. Í nokkur ár gerði hann víðreist og innleiddi kerfi sitt hjá söluaðilum og verkstæðum Volvo. Fjórtán árum seinna, nánar tiltekið árið 1969, stofnaði hann fyrirtækið Consulting AB Helmer Reveman og voru meðeigendur hans Ragnar Andersson og Anders Lennermark. Saman byrjuðu þeir að vinna með hótelbransann, en það var í bílaiðnaðinum sem þeir virkilega slógu í gegn.

Samstarf við tryggingafélögin

Nú var það fyrirtækið Skandia sem vildi fá gerða fyrir sig áætlun um viðgerðir á yfirbyggingum. Þetta var upphafið að langtímasamstarfi CAB við tryggingaiðnaðinn í heild.

Árið 1972 seldi Reveman hluti sína í fyrirtækinu til Anderson og Lennermark og þá verður fyrirtækið Consulting AB Lennermark&Anderson til. Saman þróa þeir hið vinsæla kerfi MYSBY sem í upphafi safnaði öllum gögnum á pappír – og staflarnir hækkuðu og hækkuðu. MYSBY sló í gegn alls staðar innan bæði bíla- og tryggingaiðnaðarins, því nú var á einfaldan hátt hægt að reikna út kostnað við tjónaviðgerðir á ökutækjum.

Með hjálp tölvutækni urðu pappírsstaflarnir liðin tíð og gagnagrunnur tók við. Þá varð hægt að senda útreikningana beint frá verkstæðunum til tryggingafélaganna alveg pappírslaust.

Fyrirtækið óx hratt og þróa þurfti vörurnar áfram. Til þess að geta fjármagnað þessa þróun og tryggt stöðugleika fyrirtækisins færðist CAB úr því að vera í einkaeigu og sænsku tryggingafélögin tóku við sem aðaleigendur.

Meps AB gengur inn í samsteypuna og fasteignaiðnaðurinn lýkst upp

Næstu áratugina gerist mikið. CAB opnar skrifstofur og verkstæði í Þýskalandi, kerfin eru sett á markað á Norðurlöndum og fyrirtækið fær stóra alþjóðlega viðskiptavini, auk þess sem nýjar vörur koma fram. Næsti stóráfangi var árið 2014 þegar CAB kaupir fyrirtækið Meps AB frá Gävle, sem opnaði dyrnar að nýjum geira: fasteignaiðnaðinum.

Aðaleigandi „Boka Doktorn“

Árið 2016 varð CAB að aðaleiganda Boka Doktorn og færði tók þar með skref inn í heilbrigðisgeirann.